sic transit

- svo fór um sjóferð þá. Next!

On view are images from the flood at Fiskislóð, captured by Arnbjörg María Daníelsen, marvaða’s artistic director. They are fragments of transition and transformation, marking the shift from one space to another.

Aðfaranótt 9. febrúar 2025 ákvað Norð­ur-Atlantshafið að minna rækilega á sig. Faxaflói þandi sig yfir ræfilslegan varnargarð við Fiskislóð og flæddi inn í nýuppgert rými marvöðu. Þegar hafið dró sig í hlé stóðu eftir sjórekinn flygill, gólf líkt og sjávarbotn, salt í loftinu — og áþreifanleg kyrrðin sem fylgir þegar náttúran hefur byrst sig.

Arnbjörg María Danielsen, listrænn stjórnandi marvöðu skjalfesti eyðileggingina. Flóðið varð að áminningu um hversu brothætt jafnvægið er og hvernig allt er hverfult í heimi hér. Ljósmyndirnar standa þannig eftir sem óður til seiglu, hverfulleika, og umbreytinga.

Nú er marvaða flutt að Grandagarði 5 og fögnum við áframhaldandi skapandi flæði á þurru landi.